Fimm stjörnu hreyfingin stóð uppi sem sigurvegari í Ítölsku þingkosningum en kjósendur refsuðu hinum hefðbundnu flokkum fyrir slælega frammistöðu í efnahagsmálum, hækkandi skatta og flæði innflytjanda.

Fimm stjörnu hreyfingin og Deildin, flokkur sem byggir á andstöðu við innflytjendur, gætu náð meirihluta í a.m.k. annarri þingdeild ítalska þingsins. Flokkarnir eru samanlagt með 345 sæti af 630 í neðri deildinni.