Reginn kemur inn í úrvalsvísitölu kauphallarinnar í stað Eimskips en það eru niðurstöður reglubundinnar endurskoðunar sem fram fer á hverju ári. Breytingin mun taka gildi 2. janúar 2018.

Eftir að Reginn kemur inn í úrvalsvísitöluna munu þrjú fasteignafélög vera hluti af henni en samtals eru átta félög í vísitölunni.

Félögin í úrvarlsvísitölunni verða því Eik, Hagar, Icelandair, Marel, N1, Reginn, Reitir og Síminn.

Í tilkynningu segir að OMX Iceland 8 vísitalan sé Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland og samsett af þeim átta félögum sem hafa mestan seljanleika á Nasdaq Iceland. Vægi félaga í OMX Iceland 8 vísitölunni ræðst af flotleiðréttu markaðsvirði, sem þýðir að einungis það hlutafé sem ætla má að myndi grunn að virkum viðskiptum á Nasdaq Iceland er hluti af vísitölunni.