Framkvæmdasjórn Evrópusambandsins vinnur að gerð reglugerðar sem er m.a. ætlað að jafna samkeppnisstöðu Evrópskra flugfélaga. Flugfélög innan Evrópu hafa kvartað yfir því að reglur ESB um ríkisaðstoð geri þeim erfitt fyrir að keppa á sama markaði og flugfélög sem njóta ríkisaðstoðar. Lufthansa hefur m.a. farið fram á við Evrópusambandið að þau geri félögum á borð við Emirates, Etihad Airways og Watar Airways erfiðara að starfa innan Evrópu meðan þau njóti ríkisaðstoðar í heimalöndunum.

Í stefnuyfirlýsingu vegna reglugerðarinnar segir að flugfélög innan Evrópu eigi undir högg að sækja vegna flugfélaga utan EES sem njóta ríkisaðstoðar í rekstri sínum. Þar kemur fram að flugfélög utan EES bjóra ýmiss konar ríkisaðstoðar sem ríkjum innan EES sé óheimilt að veita innlendum flugfélögum.

Ekki er tilgreint til hvaða aðgerða framkvæmdastjórin ætli að grípa til vegna þessa.