Sífellt er verið að planta nýjum trjám í reglugerðarfrumskógi stjórnvalda, að sögn Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka. Á aðalfundi bankans í vikunni sagði hann að meiri tími stjórna fyrirtækja færi í að fjalla um eftirlit og minni tími gæfist þar af leiðandi til stefnumótunar.

„Sífellt fleiri vinnustundir starfsmanna fara í að þjóna eftirlitskerfinu. Meira að segja Evrópusambandið, sem er methafi í reglugerðarskógrækt, hefur komið auga á þetta og hefur sett sér það markmið að grisja reglugerðarskóg sambandsins um fjórðung,“ sagði hann.