Fjórar heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og Tryggingastofnun skulduðu samtals 205 milljónir króna í yfirdrátt um síðustu áramót. Ríkisstofnanir mega hins vegar ekki taka yfirdrátt samkvæmt reglum sem hafa verið í gildi frá árinu 2000. Þær reglur hafa verið þverbrotnar í mörg ár.

Heilbrigðisstofnanir Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands og Suðurlands skulduðu allar tugi milljóna króna í yfirdrátt um síðustu áramót samkvæmt ríkisreikningi. Þá skuldaði Tryggingastofnun ríkisins um 6 milljónir króna í yfirdrátt.

Yfirdráttarvextir eru í kringum 13,5% um þessar mundir. Því má ætla að ríkisstofnanirnar fimm greiði hátt í 30 milljónir króna á ári í yfirdráttarvexti, miðað við að skuldastaða um áramót endurspegli skuldastöðuna eins og hún er jafnaði yfir árið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .