Þau lög sem Fjármálaeftirlitið telur að varði fjármálaþjónustu, ásamt öllum reglum, reglugerðum og leiðbeinandi tilmælum sem gefin hafa verið út um fjármálamarkaðinn hér á landi, eru samtals 618 þúsund orð að lengd samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins.

Þessi tala er fundin með því að leggja saman orðafjölda gildandi laga, reglna, reglugerða og leiðbeinandi tilmæla sem finna má í sérstöku yfirliti á vef Fjármálaeftirlitsins.

Svipuð samantekt á lengd Biblíunnar á Netútgáfu Snerpu leiðir í ljós að hún er 683 þúsund orð. Regluverk íslenska fjármálamarkaðarins er því orðið sambærilegt helsta helgiriti kristinnar trúar, að minnsta kosti hvað lengd varðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Lauf Forks gerir byltingarkennda hjólagaffla byggt á hugmyndinni á bakvið gervifætur.
  • Sjóðstjóri hjá GAMMA telur að þolinmóðir fjárfestar séu útilokaðir.
  • Hörður Þórhallsson vill að salernismál á ferðamannastöðum verði bætt.
  • Rannsóknir benda til þess að bankarnir séu sterkari stofnanir í dag en fyrir hrun.
  • Mikill áhugi er á innviðafjárfestingum meðal einkaaðila.
  • Stefnt er að því að fjárfest verði í þjónustuíbúðum fyrir 7,5 milljarða króna.
  • Ítarlegt viðtal við Katrínu Pétursdóttur forstjóra Lýsis.
  • Skiptum lauk á þrotabúi fyrirtækisins Sandhóll ehf. nýlega.
  • Svipmynd af Stefaníu G. Halldórsdóttur framkvæmdastjóra CCP á Íslandi.
  • Myndaþáttur um frumkvöðlafögnuð Viðskiptablaðsins.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Pírata.
  • Óðinn fjallar um Viðreisn.
  • Með Viðskiptablaðinu að þessu sinni fylgir sérblað um stangaveiði.