Sænski vogunarsjóðurinn Rhenman Healthcare Equity L/S, sérhæfir sig, eins og nafnið gefur til kynna í fjárfestingum tengdum heilbrigðismálum.

Sjóðurinn hefur skilað 21% meðalávöxtun á ári, frá árinu 2009, en þá stofnaði Henrik Rhenman sjóðinn. Rhenman Healthcare Equity stýrir nú um 460 milljónum evra.

Henrik segir sjóðstjóranna leggja mikið upp úr ráðgjöf frá vísindamönnum og því sitja fimm sérfræðingar í sérstöku ráðgjafateymi, sem metur hvert fyrirtæki áður en er fjárfest.

Tomas Olsson er einn þeirra sem situr í ráðgjafateyminu, en hann er einnig meðlimur Karolinska Institutet og tekur þátt í tilnefningum til nóbelsverðlauna á sviði læknavísinda.

Hans Wigzell situr einnig í umræddum ráðgjafahóp, en hann var áður hátt settur innan Karolinska.

Sjóðurinn er nú með um 140 stöður opnar, en stærstu fjárfestingar þeirra hafa verið í Shire Plc, Horizon Pharma Plc, Bristol-Myers Squibb Co., Biogen Inc., og Esperion Therapeutics Inc.