Íslensku tæknifyrirtækin Skaginn 3X ásamt Frost og Rafeyri hafa undir hatti Knarr Maritime undirritað samning við útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Gidrostroy um uppsetningu fullkominnar uppsjávarverksmiðju á Kuril eyjum á austurströnd Rússlands.

Verksmiðjan verður búin leiðandi tækni til að flokka, pakka og frysta 900 tonn af uppsjávarfiski á sólarhring, en lesa má ítarlega um málið á vef Fiskifrétta sem fjallaði fyrst um málið .

Ingólfur Árnason forstjóri Skagans 3X hlaut viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2017, en í samtali við blaðið sagði hann að hjá fyrirtækinu væri fjórða iðnbyltingin svokallaða löngu hafin. Hér má sjá myndir frá afhendingu verðlaunanna .