*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Innlent 14. nóvember 2017 17:27

Reitir hækka í viðskiptum dagsins

Mikil viðskipti voru með skuldabréf í dag en þau námu um 7,5 milljörðum króna.

Ritstjórn
Gígja Einarsdóttir

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,6% í 2,1 milljarða viðskiptum og endaði í 1.708,31 stigi við lokun markaða í dag. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði einnig um 0,19% í dag og stóð í 1.354,43 stigi eftir viðskipti dagsins en viðskipti með skuldabréf voru öllu meiri en þau hafa verið undanfarna daga eða um 7,5 milljarðar.

Gengi bréfa Reita hækkuðu mest, eða um 2,39% í 439 milljón króna viðskiptum og standa bréfin nú í 90,10 krónum.  

Mest lækkun var á gengi bréfa Nýherja í afar litlum viðskiptum en þar á eftir var lækkunin mest á bréfum N1 sem lækkuðu um 0,84% í 90 milljón króna viðskiptum og enduðu í 118,50 krónum á bréfið.

Mest voru viðskiptin með bréf Símans en þau námu um 441 milljón króna en bréf félagsins hækkuðu um 0,96% upp í 4,20 krónur í dag.