*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 5. október 2016 12:46

Reitir selja Aðalstræti 6 og 8

Centerhotels hafa keypt Aðalstræti 6 og 8 af Reitum á tæpa 2,5 milljarða.

Ritstjórn
Guðjón Auðunsson er forstjóri Reita
Gígja Einarsdóttir

Skrifað hefur verið undir kaupsamning við Miðbæjarhótel/Centerhotels um kaup hins síðarnefnda á Aðalstræti 6 og 8 í miðborg Reykjavíkur. Afhending miðast við 1. október. Kaupandi hafði áður leigt af félaginu hluta hins selda undir rekstur hótelsins Centerhotel Plaza. Þetta segir í tilkynningu frá Reitum.

Söluverð fasteignanna er um 2,465 milljarðar og greiðist með reiðufé. Til viðbótar mun fara fram uppgjör á framkvæmdakostnaði sem nemur um 200 milljónum í bókum Reita. Eftir söluna mun áætlaður rekstrarhagnaður Reita lækka um 175 milljónir króna á ársgrundvelli.

Stikkorð: Reitir Centerhotels Aðalstræti selja