*

sunnudagur, 19. maí 2019
Innlent 2. desember 2017 15:09

Reitir stefna Miðbæjarhótelum

Reitir krefja Mið­bæjarhótel um 200 milljónir króna vegna meintra vanskila í tengslum við framkvæmdir við Aðalstræti.

Ritstjórn
Hörður Kristjánsson

Reitir krefja Mið­bæjarhótel um 200 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna meintra vanskila í tengslum við framkvæmdir á byggingum við Aðalstræti.

Miðbæjarhótel nýttu sér forkaupsrétt á og keyptu stærstan hluta Aðalstrætis 6 og 8 á 2.465 millj­ónir í október á síðasta ári. Í tilkynningu frá Reitum við það tilefni kom fram að jafnframt ætti að fara fram uppgjör á 200 milljóna framkvæmdakostnaði.

Miðbæjarhótel höfðu leigt húsnæðið fyrir kaupin undir hótelið Centerhotel Plaza. Reitir telja að Miðbæjarhótel hafi verið skuldbundin til að greiða framkvæmdakostnað sem féll til á meðan leigunni stóð. Miðbæjarhótel telja sig ekki skuldbundna til að greiða upphæðina. Þá hafa Mið­bæjarhótel lagt fram gagnkröfu á Reiti og halda því meðal annars fram að fasteignin uppfylli ekki áskilda kosti.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim