Ríkisendurskoðun var rekin með 12,5 milljón króna tekjuafgangi á árinu 2016. Fjárveitingar ársins námu 578,2 milljónir króna og hækkuðu frá fyrra um 78,7 milljónir eða 15,8%. Laun og launatengd gjöld námu 539,7 milljónir króna og hækkuðu um 83,4 milljónir milli ára.

Ársverkum fjölgaði um 2,2 á árinu sem leið. Hrein gjöld hækkuðu um 76,5 milljonir króna milli ára og námu óráðstafaðar fjárheimildir í lok árs 2016 47 milljónir króna að því er kemur fram í frétt á vefsíðu Ríkisendurskoðunar.