Ólafur Arnarson, sem var kjörinn formaður Neytendasamtakanna í október í fyrra, gegndi jafnframt stöðu framkvæmdastjóra hjá samtökunum. Nú hefur stjórn samtakanna lýst yfir vantrausti á Ólaf og sagt ráðningarsamnnum upp.

Í yfirlýsingu frá stjórn samtakanna segir að ástæður vantrausts séu fyrst og fremst að ráðningarsamningur formanns hafi ekki verið borinn undir stjórn og að skuldbindingar vegna reksturs bifreiðar hafi verið án vitundar og samþykkis stjórnar. Bifreiðin var tekin á einhvers konar leigu án samþykkis stjórnar. Í yfirlýsingu ennfremur að Ólafur sé ekki einráður á samtökunum heldur starfi hann með stjórninni. Fjárhagsstaða samtakanna hafi ekki leyft þær skuldbindingar sem Ólafur hafi stofnað til og nú sé verið að vinna í því að leiðrétta þær.

Páll Rúnar Pálsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri samtakanna og mun taka við starfinu þegar Ólafur hefur unnið uppsagnarfrestinn.Ólafur verður áfram formaður Neytendasamtakanna enda var hann kjörinn til tveggja ára í október.