Leigutekjur fyrsta ársfjórðungs Reita námu 2.637 milljónum króna og jukust þar með um 17,6% frá fyrra ári.

Rekstrarhagnaður fyrsta ársfjórðungs nam 1.792 milljónum króna samanborið við 1.544 milljónir árið áður.

Matshækkun fjárfestingaeigna nam 900 milljónum og hagnaður árshlutans almennt 1.475 milljónum króna.

Hagnaður á hlut fer því úr 1,24 krónum í 2,04 krónur.

Virði fjárfestingareigna var 129.022 milljónir samanborið við 125.719 milljónir í lokk árs 2016.

Eigið fé í lok fyrsta ársfjórðungsins var 46.553 milljónir króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Eiginfjárhlutfallið er því um 34,3%.

Vaxtaberandi skuldir námu 76.599 milljónum eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs.

Stjórnendur vænta þess að rekstrarhagnaður ársins 2017 verði á bilinu 7.350 til 7.450 milljónir kr. m.v. núverandi eignasafn.