Slitastjórn Glitnis kynnir lögsókn
Slitastjórn Glitnis kynnir lögsókn
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)

Slitastjórn Glitnis á blaðamannafundi.

Rekstrarkostnaður þrotabúa föllnu bankanna er kominn yfir 100 milljarða króna. Kröfuhafar verða af um 260 milljörðum króna fyrir hvert ár af töfum á útgreiðslu eigna þrotabúanna. Þetta kemur í nýju áliti Viðskiptaráðs Íslands sem birtist á vef þess í dag.

Í álitinu segir að hagfelldasta lausnin fyrir alla aðila fælist í nauðasamningum þar sem byrði vandans væri skipt með ásættanlegum hætti á milli kröfuhafa og  þjóðarbúsins. Viðskiptaráð telur að svigrúm sé til staðar fyrir slíkri lausn án þess að vegið sé að hagsmunum þeirra aðila sem eftir sitja innan hafta.

Viðskiptaráð segir að ef kröfuhafar koma sér ekki saman um nauðasamninga sem falla innan umrædds svigrúms væri hins vegar æskilegra að slitameðferð ljúki með gjaldþrotaskiptum en að núverandi ástand vari áfram um fyrirsjáanlega framtíð.