Rekstrartekjur Orkuveitu Rekjavíkur (OR) jukust úr 38,5 milljörðum króna í 40,4 milljarðar króna á milli ára. Þetta kemur fram í ársskýrslu félagsins sem birt var fyrr í dag. Þar kemur einnig fram að tekjuaukning OR á árabilinu 2011-2015 skýrist af leiðréttingu gjaldskráa veitna, framleiðsluaukningu Hellisheiðarvirkjunar og stíganda í sölu á heitu vatni.

Í skýrslunni segir að þær róttæku aðgerðir sem gripið hafi verið til í rekstri og fjármálum OR vorið 2011 hafa skilað fyrirtækinu traustri og stöðugri afkomu síðustu ár. Aðgerðaáætlunin sem OR og eigendur fyrirtækisins afi komið sér saman um, hafi skilað tilsettum árangri.

Innri aðgerðir, aðhald í rekstri og sala eigna, höfðu í árslok 2015 skilað 34 milljörðum króna í bættri sjóðstöðu og ytri aðgerðir, lán frá eigendum og leiðrétting gjaldskráa, 21 milljarði til viðbótar. Samtals eru það 55 milljarðar króna. Takmarkið sem ná átti fyrir árslok 2016 hafi verið 51 milljarður. Árangurinn sé því talsvert umfram markmið.

Rekstrarkostnaður OR eykst úr 13,7 milljörðum króna í 15,2 milljarða króna á milli ára. Stærsti áhrifaþáttur þessa aukna kostnaður er aukin raforkukaup til endursölu og hækkaðir launakostnaður.