Rekstrarniðurstaða Landspítalans var jákvæð um 56 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kom fram á ársfundi Spítalans sem haldinn var í dag. Horfa má á ársfundinn með því að smella hér . Fundurinn sjálfur hefst eftir rúma klukkustund og fimmtíu mínútur af myndbandinu.

Fjárheimildir spítalans hækkuðu um 13% milli ára, en gjöld spítalans hækkuðu sömuleiðis. Þau námu þá 54,6 milljörðum króna og hækkuðu um 11% frá árinu 2014. Tekjur spítalans námu þá rúmlega 54,7 milljörðum og eru milljónirnar 56 þar af leiðandi mismunur tekna og gjalda spítalans.

Á fundinum sagði framkvæmdastjóri fjármálasviðs, María Heimisdóttir, að meðal annars hefðu verkföll starfsmanna spítalans ollið því að rekstrarkostnaður lækkaði - þar eð fyrirætlaðar aðgerðir féllu niður þá tiltekni daga.