*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 18. nóvember 2017 10:02

Rekstur þyrlufélags í járnum

Handbært fé í árslok nam 6.331 krónu en var 491 króna um áramótin 2015-2016.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Hagnaður Reykjavík Helicopter dróst saman um 2,4 milljónir króna milli ára og nam 666 þúsund krónum. Rekstrartekjur jukust úr 179 milljónum króna í 237 milljónir króna. Rekstrargjöld hækkuðu úr 173 milljónum króna í 235 milljónir króna á milli ára. Stærsti kostnaðarliðurinn voru vörukaup og aðkeypt þjónusta sem námu 176,6 milljónum króna miðað við 146,2 milljónir árið 2015. Rekstrarhagnaður lækkaði úr 5,1 milljón króna í 2,1 milljón króna.

Handbært fé í árslok nam 6.331 krónu en var 491 króna um áramótin. Félagið lagðist í fjárfestingar á bifreið, vélum og tækjum upp á 13,9 milljónir króna. Eignir Reykjavík Helicopter nema 37,6 milljónum króna, skuldir 10,4 milljónum og eigið fé 27,2 milljónum króna.