Kosning til bandaríska þingsins fór fram í Bandaríkjunum í gær þar sem kosið var um 33 af 100 þingmönnum öldungadeildarinnar og alla 435 þingmenn fulltrúadeildir auk ríkisstjóra í 38 ríkjum.

Fyrir kosningarnar voru demókratar með meirihluta í öldungadeildinni og repúblikanar í fulltrúadeildinni. Niðurstaða kosninganna varð hins vegar sú að repúblikanar höfðu sigur í báðum deildum, líkt og spáð hafði verið. Er þetta í fyrsta sinn frá árinu 2006 sem það gerist.

Hafa repúblikanar nú 52 af 100 þingmönnum öldungadeildarinnar, en demókratar 45 þingmenn. Í fulltrúadeildinni hafa repúblikanar svo 237 þingmenn á móti 162 þingmönnum demókrata. Eykur niðurstaðan völd repúblikana gagnvart Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og mun að líkindum valda honum meiri erfiðleikum í koma stefnumálum sínum áfram í þinginu.