*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Innlent 12. janúar 2005 10:19

Reykjalundar-plastiðnaðar tekur við umboði fyrir Lego Cargo

Ritstjórn

Frá og með síðustu áramótum hefur Reykjalundur-plastiðnaður ehf. tekið við umboði á Íslandi fyrir Lego Cargo. Lego Cargo er mjög breitt vöruúrval af töskum s.s. skólatöskur, ferðatöskur, íþróttapokar og pennaveski og þess háttar fyrir aldurshópinn 5 til 11 ára.

Reykjalundur hefur í 50 ára verið í samstarfi við Lego í Danmörku og annast innflutning, sölu og markaðssetningu á Lego leikföngum. Verður þeirra tímamóta minnst seinna á þessu ári.

Markaðshlutdeild Lego er mjög há á Íslandi og í raun hærri en Lego hefur í Danmörku. Vörustjóri Lego er Þorleifur V. Stefánsson.

Reykjalundur-plastiðnaður ehf. starfar á sviði umbúðatækni, röraframleiðslu og innflutnings á lagnaefni og Lego leikfanga. Hjá fyrirtækinu starfa 37 manns.