*

föstudagur, 22. júní 2018
Innlent 18. apríl 2017 16:49

Reykjanesbær á réttri leið

Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta var 208,5% árið og hefur lækkað úr 230,53% frá árinu 2015.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Rekstrarniðurstaða Reykjanesbæjar árið samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 126,7 milljónir króna. Fyrir afskriftir og fjármagnsliði var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 4.225,9 milljónir króna. Samkvæmt áætlun var gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan væri jákvæð um 73,9 milljónir króna. Árið 2015 var afkoman neikvæð um 455,4 milljónir króna.

Rekstrartekjur A og B hluta námu 19.205 milljónum króna og jukust þær milli ára en rekstrartekjur árið áður námu 17,5 milljörðum. Rekstrargjöld A og B hluta námu hins vegar 14,9 milljörðum króna samanborið við ríflega 14 milljarða árið áður.

Skuldaviðmið lækkar niður í 208,5%

Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta var 208,5% árið og hefur lækkað úr 230,53% frá árinu 2015. Skuldahluthfall var 231,89% í lok árs 2016. Í sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi árið 2012 var lögð sú lína að hlutfall heildarskulda af tekjum  sveitarfélaga mætti ekki fara yfir 150 prósent. Ákveðinn aðlögunartími var gefinn og höfðu sveitarfélög allt að10 ár til að laga reksturinn að þessu markmiði.

Veltufé frá rekstri samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi samstæðu A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 4.225,9 milljónum. Íbúafjöldi Reykjanesbæjar í lok árs 2016 var 16.359 og fjölgaði um 7,4% frá fyrra ári.

Eignir samstæðu Reykjanesbæjar eru bókfærðar á 51.934 milljónir króna, þar af eru veltufjármunir 6.146,6 milljónir króna. Skuldir samstæðu með lífeyrisskuldbindingum eru 44.536,9 milljónir króna, þar af eru skammtímaskuldir 5.926,7 milljónir króna.