*

mánudagur, 23. október 2017
Innlent 17. júní 2012 08:56

Reykjanesbær skuldsetti sig fyrir sparisjóðinn

140 milljóna króna vaxtakostnaður til viðbótar við verðbætur á hverju ári af skuldabréfinu sem gefið var út.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Ýmsir opinberir aðilar reyndu að styðja við Sparisjóð Keflavíkur með ýmsum tiltækum ráðum á síðustu mánuðum sjóðsins. Reykjanesbær gaf til að mynda út tíu ára skuldabréf á 5,6 prósent verðtryggðum vöxtum í október 2008. Í apríl 2011 var svo greint frá því að Landsbankinn og Reykjanesbær hefðu skuldajafnað skuldabréfið og eign bæjarins hjá bankanum.

Ljóst er að það kostaði bæjarstjórn Reykjanesbæjar 140 milljónir á ári að greiða vexti af skuldabréfinu en þar til viðbótar koma áfallnar verðbætur. Þess ber að geta að sterk tengsl voru á milli Reykjanesbæjar og sparisjóðsins á þessum tíma, en Þorsteinn Erlingsson, stjórnarformaður sjóðsins, var einnig í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.