Hagnaður Sölufélags garðyrkjumanna jókst um 163% á síðasta ári, úr rétt um 9 milljónum króna árið 2017, í 23,9 milljónir árið 2018.

Á sama tíma jukust bæði tekjur og gjöld félagsins um tæplega 15%, úr 4,1 milljarði í 4,7 milljarða króna, meðan rekstrar hagnaðurinn fór úr 56,8 milljónum í 53,4 milljónir króna.

Mestu munaði um fjármagnsliðinn aðrar fjármunatekjur og fjármagnsgjöld, sem fór úr því að vera neikvæður um 18,3 milljónir árið 2017 í 1 milljón í plús í fyrra. Gunnlaugur Karlsson er framkvæmdastjóri.