Á síðasta ári voru heildarútgjöld til rannsókna- og þróunarstarfs hér á landi 50,9 milljarðar sem jafngildir 2,08% af vergri landsframleiðslu. Sem hlutfall af landsframleiðslu hefur hlutfallið lækkað um sem nemur 0,09% milli ára en árið 2015 voru útgjöldin 48,5 milljarðar sem þá jafngildi 2,17% hennar.

Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar sem safnar gögnum frá fyrirtækjum, sjálfseignarstofnunum, háskólum og öðrum opinberum stofnunum. 32,1 milljarður af heildarútgjöldunum koma frá einkaaðilum eins og fyrirtækjum og sjálfseignarstofnunum, útgjöld háskólanna nema 16,3 milljörðum en aðrar opinberar stofnanir eyddu 2,4 milljörðum í rannsóknir og þróun.

Það gefur okkur að rúmlega 63% af útgjöldunum koma frá einkaaðilum, rétt um 32% frá háskólum en einungis 4,7% frá opinberum stofnunum öðrum.