Kviðdómur Missouri ríki í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið Johnson & Johnson þyrfti að greiða konu skaðabætur sem nema 72 milljónum Bandaríkjadala, eða um 9,3 milljarða króna.

Konan lést í fyrra en hún var með krabbamein í eggjastokkum, en fjölskylda hennar taldi að krabbameinið tengdist notkun hennar á barnapúðri fyrirtækisins. Fjölskyldan hélt því fram að fyrirtækið hafði vitað af áhættunni og látið hjá líða að vara neytendur við. Kviðdómurinn taldi að tengsl á milli krabbameinsins og barnapúður fyrirtækisins væri nægilega sönnuð og komst að þeirri niðurstöðu að fjölskylda hennar ætti rétt á ofangreindum skaðabótum

Talsmaður Johnson & Johnson hafnaði ásökununum og sagði að fyrirtækið væri að íhuga áfrýjun.