Riftunarmál gegn Karli Wernerssyni verður tekið til efnismeðferðar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði frávísunarkörfu hans í málinu, er RÚV greinir frá .

Skiptastjóri þrotabús Háttar ehf. hafi farið fram á 52 milljóna króna greiðslum félagsins til Karls á árunum 2009 til 2012 yrði rift þar sem skiptastjóri telur að um gjafagerningar hafi verið að ræða. Félagið var þá í eigu Karls.

Karl hefur hins vegar fullyrt að greiðslurnar hafi verið vegna skuldauppgjörs félagsins við sig og því mótmælt riftunarkröfunni. Í frétt RÚV kemur fram að málinu hafi verið vísað frá dómi í Hæstarétti vegna vanreifunar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Karl til að greiða upphæðina að fullu.

Karl hefur farið fram á að hið nýja mál gegn sér yrði visað frá þar sem frestur  frestur til að höfða riftunarmál sé liðinn. Því hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur.