*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 24. febrúar 2013 20:35

Ríkið búið að koma sér upp sjónvarpslöggu

Framkvæmdastjóri Skjásins mælti með því að banna ætti stofnun nýrra ríkisstofnana.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, hefur verið gagnrýninn á núverandi ríkisstjórn og þá sérstaklega þau atriði sem snúa að umhverfi og rekstri fjölmiðla.

„Með stofnun Fjölmiðlanefndar í kjölfar fjölmiðlalaganna er ríkið búið að koma sér upp sjónvarpslöggu,“ segir Friðrik.

„Þetta er árátta núverandi stjórnvalda að vantreysta einstaklingum en trúa því um leið að lausnina sé að finna í varðhundakerfi eftirlitsaðila. Nýjasta birtingarmyndin er í happdrættisstofu. Viðvarandi halli á ríkissjóði er okkar mesta efnahagsmein sem grefur undan stöðugleika. Þótt hvorki fjölmiðlanefnd né happdrættisstofa setji fjárhaginn á hliðina þá bætist hún bara við stækkandi ríkisköku. Ég mælti með því 2010 að banna stofnun nýrra ríkistofnana næstu fjögur árin, án þess að það ákall fengi hljómgrunn. Það er alla vega öruggt að með því að stofna ekki til nýrra ríkisútgjalda þá er það besta leiðin til að hemja báknið.“

Ítarlega er rætt við Friðrik í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim