*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 11. mars 2015 08:20

Ríkið grípi inn í takist ekki að lægja öldur

Hagfræðiprófessor segir að verði ekki slegið á ólgu í kjaradeilum sé mikilvægt að ríkisstjórnin bregðist við.

Ritstjórn
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
vb.is

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að í þeim skýrslum og greiningum sem birst hafi síðustu mánuði sé eki að finna augljósa ástæðu fyrir því að úti sé um frið á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í grein eftir hann sem birtist í Vísbendingu í gær, en Fréttablaðið greinir frá málinu.

„Ef ekki tekst að lægja öldurnar á vinnumarkaði á næstu vikum með bættri upplýsingagjöf er mikilvægt að ríkisstjórn stígi fram og móti tillögur í samvinnu við aðila vinnumarkaðar, bæði stéttarfélög launafólks og atvinnurekendur, tillögur sem miða að því að þorra launafólks finnist ekki á sig hallað,“ segir Gylfi.

Hann segir að Seðlabankanum beri lögum samkvæmt að bregðast við verðbólguþrýstingi með vaxtahækkunum. Aukist verðbólga til dæmis úr tveimur prósentum í sex þyrftu vextir að hækka um meira en fjórar prósentur svo raunvextir nái að hækka til þess að slá á eftirspurn, framleiðslu og atvinnu í því skyni að minnka verðbólguþrýstinginn.

Segir Gylfi að kjarasamningar sem ýttu undir verðbólgu hefðu því einnig mikil áhrif á vaxtakostnað ríkisins, fyrirtækja og einstaklinga til viðbótar því að eftirspurn, atvinna og lífskjör yrðu verri en ella.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim