Sigurður Atli Jónsson, stjórnarformaður ILTA Investments og fyrrverandi forstjóri Kviku banka, segir umræðuna um sölu ríkisbankanna á vissan hátt hafa byrjað á öfugum enda. Áður en ákvörðun sé tekin um eignarhald bankanna þurfi stefna um umgjörð fjármálakerfisins almennt að liggja fyrir.

„Eins og oft vill verða hér, af því að Íslendingar eru ekki mikið fyrir stefnulega hugsun, þá er stokkið beint í tilteknar hugmyndir og einstakar framkvæmdir eins og sölu á bréfum ríkisins í bönkunum.“

Verði niðurstaðan sú að ríkið skuli eiga stóran hlut bankakerfisins til frambúðar segir Sigurður það grundvallarstefnubreytingu sem stangist á við tilgang þess regluverks sem innleitt hafi verið síðustu ár. Öll reglusetning síðasta áratuginn miði að því að lágmarka líkurnar á því að fall banka lendi á ríkinu og skattgreiðendum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .