*

miðvikudagur, 12. desember 2018
Innlent 19. október 2016 08:45

Ríkissaksóknari tekur ábyrgð á mistökunum

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari tekur ábyrgð á klúðrinu sem olli því að milljarða fjárdráttarmál féll niður. Hún vill skoða verkferla embættisins.

Ritstjórn
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Haraldur Guðjónsson

Ríkissaksóknari segir í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins tala ábyrgð á mistökunum sem urðu þess valdandi að milljarða króna fjárdráttamál sem höfðað var gegn Hannesi Smárasyni var nýlega fellt niður í Hæstarétti.

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði í skriflegu svari til fréttastofu RÚV að ríkissaksóknari líti á niðurstöðu Hæstaréttar alvarlegum augum og taki ábyrgð á því sem misfórst. Hún segist vilja gera endurbætur á verkferlum hjá Ríkissaksóknara.

Í frétt á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að það sé einsdæmi að sakamáli hafi verið fellt niður vegna tafa og vanrækslu ríkissaksóknara líkt og gerðist í þessu máli. Saksóknari skilaði ekki inn greinagerðar til Hæstaréttar vegna málsins — þrátt fyrir að hafa fengið ítrekaðan frest til þess.