Fjármálaeftirlitið hefur metið ríkissjóð hæfan til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. sem nemur 20%.

Ríkissjóður á hlut sinn í vátryggingarfélaginu í SAT eignarhaldsfélag hf. rn Seðlabanki Íslands eða félag í eigu hans fer með eignarhlut Ríkissjóðs í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Ríkissjóður eignaðist alls 73% hlut í Sjóvá árið 2009 í gegnum SAT eignarhaldsfélag. Það félag á nú 13,67% hlut í Sjóvá og er stærsti hluthafinn.