Chris Gregoire, ríkisstjóri Washington fylkis í Bandaríkjunum fagnar ákvörðun Icelandair um að hefja beint áætlunarflug frá Keflavík til Seattle og segir ákvörðun félagsins fela í sér mörg tækifæri fyrir fylkið.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ríkisstjóranum. Hann segir að með flugleiðinni aukist möguleikar á bæði milliríkjaviðskiptum og ferðamannaiðnaði, ekki bara fyrir Washington fylki og Ísland heldur allri Evrópu.

Gregoire segir að hann hafi hingað til lagt áherslu á að flogið sé beint frá Seattle til hinna ýmsu borga í heiminum til að auka fyrrnefnda þætti.

„Á sama tíma og mörg flugfélög eiga í vandræðum er það gleðiefni að Sea-Tac flugvöllurinn [alþjóðlegi flugvöllurinn í Seattle] skuli vera að laða að ný flugfélög sem opnar á fleiri viðskiptamöguleika fyrir Washington fylki,“ segir Gregoire í yfirlýsingunni.