Forsætisráðherra skipaði í lok maí síðastliðinn starfshóp sem hafði það að markmiði að leggja fram tillögur um hvernig mætti koma á reglulegu millilandaflugi á öðrum flugvöllum en Leifsstöð.

Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann þar næst skýrslu um svæðisbundin og þjóðleg áhrif af beinu millilandaflugi til Akureyrar og Egilsstaða. Auk þess fékk starfshópurinn upplýsingar frá skoskum og norskum ferðamálastofnunum.

Nú hefur starfshópurinn skilað tillögum til forsætisráðherra. Lagt er til að ríkissjóður styðji við uppbyggingu á nýjum flugleiðum til Íslands með stofnun sérstakra ríkissjóða um markaðsþróun og áfangastaði millilandafluganna. Þá eiga þessir sjóðir að hafa hvetjandi áhrif á flugiðnaðinn og aðra þróunaraðila honum viðkomandi.

Gert er ráð fyrir að framlag ríkisins til sjóðanna muni skila sér til baka í formi skatttekna. Starfshópurinn metur að beinar skatttekjur af tveimur flugum á viku yrði um það bil 300-400 milljónir króna.