Rio Tinto Alcan er með til skoðunar að selja að álveri félagsins í Straumsvík og tvö önnur erlend álver til viðbótar.

Rannveig Rist, forstjóri álversins, greindi frá þessu á starfsmannafund í morgun að því er fram kemur á Vísi.

Haft er eftir Rannveigu að framleiðsla álversins í Straumsvík sé sértæk og ólík annarri framleiðslu Rio Tinto auk þess sem fjarlægð frá öðrum fyrirtækjum álrisans sé mikil.

Hins vegar geti undirbúningur að sölu tekið allt að tvö ár og því geti starfsmenn andað rólega. Ekki sé verið að stefna að lokun eða uppsögnum.  Rannveig getur auk þess ekkert sagt um verðmiðann á álverinu.