Dagblöð hafa jafnan verið hryggjarstykki fjölmiðlunar undanfarinnar aldar, þó vissulega megi telja sjónvarp hafa um margt verið áhrifameiri miðil síðari hluta liðinnar aldar og netmiðla nú hina síðari áratugi.

Að ofan má sjá hvernig heildarútbreiðsla dagblaða í Bandaríkjunum hefur þróast undanfarna áratugi. Þar hafa helgarútgáfur nokkuð sótt í sig veðrið, svona samanborið við virku dagana, en stóra málið er hvernig útbreiðslan hefur minnkað svo undanfarna tvo áratugi, að hún nálgast það sem var í miðri seinni heimsstyrjöld.

Þá voru íbúar Bandaríkjanna hins vegar aðeins um 130 milljónir talsins, en þeir eru nú um 320 milljónir. Því er óhætt að fullyrða að fjölmiðlaneysla, hvað dagblöð áhrærir, hefur minnkað í mun meiri mæli en að ofan greinir.