*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 28. mars 2017 14:35

Ritstjóri Economist á ársfundi SA

Zanny Minton Beddoes, sem er fyrsta konan sem er aðalritstjóri Economist, verður sérstakur gestur SA á miðvikudag.

Ritstjórn

Aðalritstjóri Economist verður sérstakur gestur á ársfundi atvinnulífsins í Hörpu á miðvikudag, en þar mun hann fjalla um stöðu efnahagsmála á alþjóðlegum vettvangi og horfurnar fram undan.

Zanny Minton Beddoes er sautjándi ritstjóri Economist og fyrsta konan til að gegna stöðunni í 174 ára sögu blaðsins, sem kom fyrst úr árið 1843 og er virtasta tímarit heims um efnahags- og þjóðfélagsmál.

Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins 2013-2017 mun einnig ávarpa fundinn en hann ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í SA. Eyjólfur Árni Rafnsson er í framboði til formanns SA. Niðurstöður kjörsins verða kynntar á aðalfundi SA sem fer einnig fram á morgun.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ávarpar Ársfund atvinnulífsins og stjórnendur með fjölbreytta reynslu af innlendu og erlendu atvinnulífi stíga á stokk. 

Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og stjórnarformaður Fjarskipta, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi greina stöðu Íslands og spá í framtíðina.

Þá rýnir Halldór Baldursson, teiknari, í samfélagsspegilinn á fundinum. Fundarstjóri er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.