Róbert Marshall kallar eftir sameiginlegu framboði umbótaafla undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna í stöðuuppræslu á Facebook í morgun. Róbert segir:

„Það þarf að bjarga Íslandi. Við erum föst í fari átakastjórnmála sem valda stöðnun og hnignun. Umræðan er ónýt og leiðir til lélegra ákvarðana."

Hann segir að það eigi að stilla sameiginlega upp á lista í öllum kjödæmum og stilla upp ríkisstjórn þar sem hæfileikar, bakgrunnur og verkefni ráða mannvali. Róbert segist sjá fyrir sér ríkisstjorn sem yrði að mestu skipaða utanþingsráðherrum sem kynntir yrðu fyrir kosningar, en ríkisstjórnin yrði leidd af Kartínu Jakobsdóttur.

„Verkefnin framundan eru risavaxin og munu reyna á okkur en við getum þetta. Það er von. Björgum Íslandi," segir Róbert.

Róbert situr á þingi fyrir Bjarta framtíð, en flokkurinn mældist með 3,9% í síðustu Gallúp könnun sem birtist þann 30. nóvember.