*

fimmtudagur, 21. febrúar 2019
Innlent 20. ágúst 2018 18:10

Rólegt í Kauphöllinni í dag

Reginn hækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 1,21% í 146 milljóna króna viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tiltölulega rólegur dagur var í Kauphöllinni í dag en heildarvelta í Kauphöllinni í dag nam 1.092 milljónum króna. 

Verð á hlutabréfum í Reginn hækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 1,21% í 146 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkaði Síminn um 0,48% í 295 milljóna króna viðskiptum.  

Þá lækkaði N1 um 0,40% í 226 milljóna króna viðskiptum.