Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,20% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 1.750,05 stigum. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam tæplega 1,7 milljörðum króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,07% og stendur nú í 1.225,79 stigum. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði kauphallarinnar nam 3,25 milljörðum króna.

Úrvalsvísitölufélögin hreyfðust lítið í viðskiptum dagsins. Síminn, Eimskipafélag Íslands og N1 voru til að mynda einu félögin sem hækkuðu. Síminn hækkaði um 0,66% í 31 milljón króna viðskiptum. Eimskip hækkaði um 0,64% í 307 milljón króna viðskiptum og hækkaði N1 um 0,59% í 237,6 milljón króna viðskiptum.

Mest lækkaði Icelandair Group, en samt sem áður bara um 0,56% í 328 milljón króna viðskiptum. Marel lækkaði um 0,40% í 166 milljón króna viðskiptum. Þá lækkuðu Reitir um 0,38% í tæplega 190 milljón króna viðskiptum.

Önnur bréf á aðalmarkaði hreyfðust lítið. Mest var veltan með Reginn, sem lækkaði um 0,20% í 121,4 milljón króna viðskiptum. TM hækkaði um 1,10% í 38,5 milljón króna viðskiptum og VÍS um 0,96% í 12,7 milljón króna viðskiptum.

Markaðsvísitala Gamma lækkaði um 0,01% í 4,9 milljarða króna viðskiptum, á meðan hlutabréfavísitala sjóðstýringarfélagsins lækkaði um 0,1%.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði lítillega í dag í 2,9 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti hennar lækkaði 0,01% á meðan óverðtryggði hluti hennar hækkaði um 0,14%.