*

mánudagur, 28. maí 2018
Innlent 18. maí 2017 10:02

Róm var ekki byggð á einum degi

Ráðherra segir að taka verði upplýsta ákvörðun um það hvaða þjónustu einkaaðilar eigi að annast á grundvelli samninga.

Ritstjórn
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.
Haraldur Guðjónsson

„Heilbrigðisþjónustan er í brennidepli um þessar mundir," skrifar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra í grein sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag.

„Landsmenn vilja að heilbrigðismálin verði sett í for­gang, fólkið í landinu vill efla heil­brigðiskerfið með auknu fjármagni, það vill bæta heilbrigðisþjónustuna, byggja nýjan spítala, það vill minnka álögur á sjúklinga og auka fjárframframlög hins opinbera til að innleiða fleiri ný lyf.

Ég er sammála þessum áherslum. Þess vegna sóttist ég eftir því að verða heilbrigðisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem nú situr. Ég vil koma þessu til leiðar.

Ég bið lesendur um að sýna því skilning þótt Róm verði ekki byggð á einum degi. Það hefur aldrei verið gert, enda er það ekki hægt og það væri ekki skynsamlegt að reyna það. Ekki frekar en að gleypa fíl í einum bita."

Óttarr segir að það þurfi að vera ljóst í hverju sérstaka Landspítalans eigi að felast og hvernig standa eigi vörðu um hlutverk hans sem sérhæfðs háskólasjúkrahúss.

„Það verður að vera ljóst til hvers er ætlast af heilbrigðisstofnununum í öllum umdæmum landsins og hvaða kröfur er hægt að gera til þjónust­unnar. Það er algjörlega nauðsyn­legt að taka upplýsta ákvörðun um það hvaða heilbrigðisþjónustu við teljum rétt og skynsamlegt að fela einkaaðilum að annast á grund­ velli samninga.

Allt þetta og meira til verður viðfangsefni þeirrar stefnumót­unar sem undirbúningur er haf­inn að í ráðuneytinu og ég mun kynna nánar á næstunni."

Grein Óttars má lesa hér.