*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 12. maí 2016 19:20

Rönning sigrar fimmta árið í röð

Fyrirtæki ársins hjá verkalýðsfélaginu VR í öllum þremur stærðarflokkum eru Johan Rönning, Expectus og Vinnuföt.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson
 

Niðurstöður í árlegri könnun VR á Fyrirtæki ársins liggja nú fyrir. Johan Rönning tók fyrsta sætið í hópi stórra fyrirtækja með 50 eða fleiri starfsmenn og vinnur nú fimmta árið í röð. Í hópi millistórra fyrirtækja (20 – 49 starfsmenn) er Expectus í fyrsta sæti en var í öðru sæti í fyrra. Í hópi minni fyrirtækja (19 eða færri starfsmenn) eru Vinnuföt efst á lista og er fyrirtækið sigurvegari í sínum stærðarflokki fjórða árið í röð.

Hástökkvarar, þ.e. þau fyrirtæki sem bæta sig mest á milli ára, eru einnig þrjú. Klettur – sala og þjónusta er hástökkvarinn í hópi stóru fyrirtækjanna, Fastus í hópi þeirra millistóru og Karl K. Karlsson í hópi minni fyrirtækja.

VR hefur tilnefnt Fyrirtæki ársins árlega í tvo áratugi á grundvelli könnunar meðal félagsmanna og fjölda annarra starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Alls fengu um 35 þúsund starfsmenn á almenna vinnumarkaðnum senda könnun í ár og hafa aldrei verið fleiri.

Um tólf þúsund svör bárust frá starfsmönnum eitt þúsund fyrirtækja. Gerð er krafa um 35% lágmarkssvörun í könnuninni, að öðrum kosti eru niðurstöður fyrirtækisins ekki birtar. Alls uppfylltu 225 fyrirtæki þá kröfu og byggir val á Fyrirtæki ársins á viðhorfi starfsmanna þessara fyrirtækja. 

Stikkorð: VR Fyrirtæki ársins Expectus Rönning Vinnuföt
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim