*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 16. nóvember 2018 10:10

R&Þ útgjöld námu 56 milljörðum

Rannsóknir og þróun fengu ríflega 2% af VLF árið 2017, en hlutfall einkafyrirtækja eykst meðan umsvif stofnana minnkar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Á árinu 2017 voru heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs, skammstafað R&Þ, um 55,7 milljarðar íslenskra króna hér á landi. Það jafngildir 2,13% af vergri landsframleiðslu að því er Hagstofa Íslands greinir frá.

Hlutfallsleg útgjöld til rannsókna og þróunar standa nokkurn veginn í stað á milli áranna 2016 og 2017, en árið 2015 voru útgjöldin 50,5 milljarðar króna sem jafngildir það 2,2% af vergri landsframleiðslu.

Hlutfall fyrirtækja af heildarútgjöldum við rannsókna- og þróunarstarf hefur aukist frá árinu 2013, þegar það var 56% up í 65% árið 2017. Þó fór það hæst árið 2015 þegar það var 66%.

Á sama tíma hefur hlutfall háskólastofnana minnkað úr 37% í 31%, þó var það minnst árið 2015 eða 29%. Hlutfall annarra opinberra stofnana hefur einnig dregist saman, úr 7% árið 2013 í 4% 2017.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim