*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 13. júní 2018 15:34

Rúbluhraðbankinn tómur

Að sögn Landsbankans er ný sending af rúblum á leiðinni og að það verði hægt að taka rúblur út á nýjan leik í kvöld.

Ritstjórn
Rúbluhraðbankinn er staðsettur í verslunarmiðstöðinni Smáralind.
Aðsend mynd

Rúbluhraðbanki Landsbankans, sem staðsettur er í Smáralind, hefur notið meiri vinsælda en bankann hafði órað fyrir. Svo vinsæll hefur hann verið að búið er að tæma hann tvisvar. Þetta kemur fram í frétt á vef bankans.

Í gærkvöldi tæmdist hraðbankinn í annað sinn. Að sögn bankans er ný sending af rúblum á leiðinni og að það verði hægt að taka rúblur út úr hraðbankanum á nýjan leik í kvöld. 

Á morgun hefst Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi. Búist er við að nokkur þúsund Íslendingar geri sér ferð til Rússlands til að styðja íslenska liðið. Stuðningsmennirnir sem eru á leið til Rússlands hafa því greinilega verið duglegir að nýta sér rúbluhraðbankann. 

Fyrsti leikur Íslands fer fram á laugardaginn, en þá mætir íslenska liðið Lionel Messi og félögum hans í argentíska landsliðinu.

Stikkorð: Landsbankinn Rússland HM rúblur
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim