*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 25. mars 2017 09:01

Ruglað lið

Allur þorri Bandaríkjamanna hefur áhyggjur af því að falskar fréttir valdi ruglingi hjá almenningi.

Ritstjórn

Mikið hefur verið fjallað um svokallaðar „falskar fréttir“ að undanförnu, fréttir sem komið er á kreik beinlínis til þess að halla réttu máli, valda ruglingi og sá efasemdum um hið rétta.

Könnun bandarísku rannsóknarstofnunarinnar Pew bendir til þess að þar í landi hafi allur þorri fólks, um 90% svarenda, áhyggjur af þessari þróun og telji þær valda ruglingi hjá almenningi um mikilvæg málefni líðandi stundar.

Finna má ýmsan mun á afstöðu þjóðfélagshópa, en ekki verulegan. Konur hafa meiri áhyggjur en karlar af því að fólk ruglist í ríminu, ungt frekar en eldra, demókratar frekar en repúblikanar. Mestur er munurinn þó eftir tekjum, en áhyggjurnar aukast í réttu hlutfalli við tekjurnar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim