Aldrei hafa breskir lögmenn á stórum lögmannsstofum rukkað jafn mikið fyrir þjónustu sína. Samkvæmt nýrri rannsókn sem Financial Times vísar til rukka þeir nú að hámarki um 1.000 pund á tímann eða um 185.000 krónur.

Tímagjald þessara stærstu lögmansstofa hefur hækkað nokkuð mikið að raunvirði. Árið 2003 t.d. rukkuðu þeir á bilinu 598 til 775 pund á tímann eða frá 110 til 143 þúsund krónur.

Samkvæmt einum af höfundi samantektarinnar eru stærstu stofurnar í Bretlandi nú farnar að rukka jafn mikið og kollegar þeirra í Bandaríkjunum. Skýrslan bendir sérstaklega til þess að aukið flækjustig í breskri skattalöggjöf hafi verið einn þáttur í hækkuninni.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times .