*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Erlent 3. maí 2017 17:25

Rúm 60% fylgjandi jafnlaunavottun

Fjórðungur stuðningsmanna Viðreisnar og 45% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks á móti jafnlaunavottun.

Ritstjórn
Þorsteinn Víglundsson, ráðherra Jafnréttismála frá Viðreisn, hringir jafnréttisbjöllunni í Kauphöll Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Rúmur fimmtungur Íslendinga sagðist andvígur lögum sem krefja fyrirtæki með 25 eða fleiri starfsmenn til að fá jafnlaunavottun, meðan rúm 60% voru því fylgjandi, samkvæmt nýrri könnun MMR.

Mikill munur var á fylgi kynjanna, en meðan þrír fjórðu hlutar kvenna voru fylgjandi slíkri lagasetningu, voru einungis 46% karla fylgjandi henni. Einnig reyndust íbúar höfuðborgarsvæðisins líklegri en fólk á landsbyggðinni til að vera því fylgjandi, eða 40% á móti 29%.

Fjórðungur stjórnenda mjög andvígir

Stjórnendur fyrirtækja og æðstu embættismenn reyndust töluvert líklegri en aðrir starfshópar til að vera andvígir lögunum, eða 42% þeirra, þar af 25% þeirra mjög andvígir. Hins vegar voru námsmenn og sérfræðingar hlynntastir, eða 69 og 68 af hundraði þeirra.

Einnig sést munur eftir stjórnmálaskoðunum, en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins voru líklegri en stuðningsmenn annarra flokka að vera andvíg, en stuðningsmenn Viðreisnar, flokks Þorsteins Víglundssonar, ráðherra Jafnréttismála voru þriðju líklegustu til að vera andvíg, meðan stuðningsfólk VG voru líklegastir til að vera fylgjandi.

Hér sést munur eftir hvaða stjórnmálaflokk fólk studdi:

  • Framsóknarflokkur: 45% andvígir og 41% fylgjandi
  • Sjálfstæðisflokkur: 41% andvígir og 38% fylgjandi
  • Viðreisn: 26% andvígir og 58% fylgjandi
  • Samfylkingin: 6% andvígir og 70% fylgjandi
  • Vinstri grænir: 9% andvígir og 78% fylgjandi
  • Píratar: 16% andvígir og 72% fylgjandi

Ekkert er sagt um stuðningsmenn Bjartrar framtíðar í könnuninni, þriðja ríkisstjórnarflokksins með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim