*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 21. nóvember 2008 09:54

Rúmlega 200 ný störf í hátækni og nýsköpun

Ritstjórn

Rúmlega 200 störf skapast með því að treysta stoðir nýsköpunar, meðal annars með samkomulagi ríkisstjórnarinnar um aðkomu atvinnuleysistryggingasjóðs segir í tilkynningu. 

Það felur í sér að sjóðurinn greiði 90% af bótum hvers manns sem fyrirtæki ræður af atvinnuleysisskrá leggi fyrirtækið það sama á móti. Ekkert takmark er á fjölda starfsmanna. Nú þegar hafa um 50 hátækni- og sprotafyrirtæki gert tilboð um 230 nýjar stöður.  

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði frá samkomulagi ríkisstjórnarinnar á rúmlega þúsund manna fjöldafundi hátækni- og nýsköpunarfyrirtækja síðastliðinn föstudag. Undirtektir fundarmanna við skilaboðunum voru mjög góðar og sagði ráðherra að von væri á fleiri jákvæðum skilaboðum.  

„Undirtektirnar eru gífurlega góðar og það er full ástæða til að hvetja sem flest fyrirtæki til að nýta sér þessa heimild,“ segir Davíð Lúðvíksson forstöðumaður nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins. Hann segir fyrirtækin sjálf hafa sýnt málinu mikinn áhuga og þau bíði nú nánari útfærslu á fyrirkomulaginu frá stjórnvöldum; „Fyrirspurnum hefur engu að síður rignt inn til þessara fyrirtækja og mörg þeirra eru tilbúin að hefja ráðningarferlið strax.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim