*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 3. september 2018 10:56

Rúmlega 50 milljóna endurkaup

Í liðinni viku keyptu Sjóvá og VÍS eigin hluti fyrir samtals tæpar 52 milljónir króna, Sjóvá tæpar 43 milljónir og VÍS tæpar 9.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Sjóvá keypti samtals 3 milljón hluti í þrennum viðskiptum, milljón hluti í hverjum, á meðalgenginu 14,27, fyrir samtals 42,8 milljónir króna. Kaupin eru í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var í júní.

Áætlunin kveður á um kaup á að hámarki 2,5% hlut í félaginu fyrir að hámarki 550 milljón krónur, en keyptir hafa verið samtals 23,2 milljón hlutir, um 1,6% útgefinna hluta í félaginu, á tæpar 360 milljón krónur.

VÍS keypti samtals rúmlega 800 þúsund hluti á genginu 11,05 fyrir tæpar 8,9 milljónir króna. Kaupin samsvara 0,04% af heildarhlutafé félagsins, og tæpum 1,5% af þeim hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt endurkaupaáætlun, sem samþykkt var á aðalfundi í mars, stjórn tók ákvörðun um 17. ágúst, og Fjármálaeftirlitið samþykkti 30. ágúst.

Stikkorð: Sjóvá VÍS
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim