Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 10. nóvember til og með 16. nóvember 2017 var 182 en þar af voru 145 samningar um eignir í fjölbýli, 28 samningar um sérbýli og 9 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 8.128 milljónir króna og meðalupphæð á samning 44,7 milljónir króna að því er segir á vef Þjóðskrár .

Á sama tíma var 14 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum, en þar af voru 7 samningar um eignir í fjölbýli, 4 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 454 milljónir króna og meðalupphæð á samning 32,4 milljónir króna.

Á sama tíma var 10 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 7 samningar um eignir í fjölbýli og 3 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 320 milljónir króna og meðalupphæð á samning 32 milljónir króna.

Á sama tíma var 15 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 5 samningar um eignir í fjölbýli og 10 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 431 milljón króna og meðalupphæð á samning 28,7 milljónir króna.

Samanlagt er því heildarveltan á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Akureyri og Árborgarsvæðinu því 9.333 milljónir króna í þinglýstum fasteignaviðskiptum á þessum 7 dögum í nóvember.