*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 17. desember 2011 13:23

Rússar aðilar að WTO

Markar tímamót í heimsviðskiptunum en Rússland er mikilvægasta efnahagsveldið sem staðið hefur utan WTO.

Ritstjórn
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB, var viðstaddur undirritunina.
Aðsend mynd

Aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) var samþykkt af aðildarríkjum stofnunarinnar á áttunda ráðherrafundi stofnunnarinnar í Genf í gær. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að aðild Rússlands marki tímamót í heimsviðskiptum en landið sé mikilvægasta efnahagsveldi heims sem fram til þessa hafi staðið utan hins fjölþjóðlega viðskiptakerfis.

Þá er bent á að viðskipti Íslands og Rússlands byggi á gömlum merg og hafi Ísland einkum flutt út sjávarafurðir til Rússlands. "Heildarútflutningur til Rússlands nam um 11,6 milljörðum króna árið 2010. Í tengslum við aðildarviðræður Rússlands að WTO gerði Ísland samkomulag við Rússland sem tryggði sérstaklega lægri tolla á mikilvægar íslenskar útflutningsvörur frá aðild, svo sem makríl, karfa og síld. Einnig var samið um lægri tolla á nokkrum iðnaðarvörum, meðal annars á lyfjavörum og búnaði og vörum til noktunar í matvælaframleiðslu," segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins.

Stikkorð: Rússland ´WTO
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim